dcsimg

Túnvingull ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Túnvingull (fræðiheiti: Festuca rubra eða Festuca richardsonii[1]) er grastegund sem finnst villt á Íslandi, sem og beggja vegna Atlantshafs.

Greiningareinkenni

Túnvingull er puntgras sem nær 40-80 sm hæð. Punturinn hefur yfirleitt fáar greinar sem bera stór smáöx (5-8 blóm). Þau eru gjarnan loðin og raða sér oftast upp öðru megin við stöngulinn, þannig að punturinn er afar grannur. Hann er ýmist gráleitur eða brúnn á litinn.

Blöð túnvinguls eru mjó (0,5-1 mm) og er hann duglegur að mynda þéttvaxna hliðarsprota.

Notkun

Túnvingli var sáð í tún fyrr á árum, en því er nú hætt að mestu, sökum þess að hann er frekar léleg fóðurplanta. Í dag er tegundin aðallega notuð til landgræðslu, enda afar þurrkþolin og hentar þar af leiðandi vel í sandjarðvegi.

Latneskt heiti

Latneskt heiti túnvinguls er Festuca rubra sé það ræktað upp af fræi, en sé það villt, t.d. í íslenskri náttúru, heitir það Festuca richardsonii.

Ítarefni

  • Studier over den genetiske variasjonen mellom og innen populasjoner av rødsvingel (Festuca rubra L.), doktorsritgerð Ríkharðs Brynjólfssonar frá Landbúnaðarháskólanum á Ási, 1976.

Tilvísun

  1. Hörður Kristinsson (2001). Íslenska plöntuhandbókin - Blómplöntur og byrkningar. Mál og menning. ISBN 9979-3-1727-2.
 src= Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS

Túnvingull: Brief Summary ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Túnvingull (fræðiheiti: Festuca rubra eða Festuca richardsonii) er grastegund sem finnst villt á Íslandi, sem og beggja vegna Atlantshafs.

license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS