Brandugla (staðbundin nöfn eru: skógarugla og kattugla) (fræðiheiti:Asio flammeus) er fugl af ugluætt. Hann er sjaldgæfur varpfugl á Íslandi, en samt sem áður eina uglutegundin sem verpir á Íslandi. Branduglan er 33-40 sm á lengd, 300-500 g á þyngd, og með 90-110 sm vænghaf. Hún er ryðgul eða ljósgulbrún á bol og vængi, með dökkum langrákum á baki og að neðanverðu. Stélið er þverrákótt og snubbótt.