dcsimg

Gulldepla ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Gulldepla eða norræna gulldepla (fræðiheiti: Maurolicus muelleri) er lítill fiskur af silfurfiskaætt. Hún er 5-8 sm löng, silfruð að lit en bakið grænblátt og röð af ljósfærum á maganum. Gulldepla er miðsjávarfiskur sem finnst frá yfirborðinu allt að 1500 metra dýpi en er algengust á 150-250 metrum á næturnar en við 50 metra á daginn. Hún er algengust í heittempruðum sjó í Norður- og Suður-Atlantshafi þar á meðal vestast í Miðjarðarhafi og nyrst í Karíbahafi og í Suðaustur-Kyrrahafi. Hún lifir á rauðátu.

Gulldepla finnst allt í kringum Ísland en hefur ekki verið nýtt í neinum mæli. Tilraunaveiðar á henni fóru fram snemma vors 2009 og aflinn var nýttur í bræðslu.

 src= Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS