dcsimg
Image of Sitka Spruce
Creatures » » Plants » » Gymnosperms » » Pines »

Sitka Spruce

Picea sitchensis (Bong.) Carrière

Sitkagreni ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Sitkagreni (fræðiheiti: Picea sitchensis) er sígrænt barrtré af þallarætt. Fullvaxið tré nær um 50-70 metra hæð (hæsta tré hefur þó náð 97 metrum) og 5 metra stofnþvermáli og er stórvaxnasta tegund grenitrjáa. Það er ein fárra tegunda sem ná yfir 90 m. hæð.[2] Sitkagreni er langlíft og nær allt að 700 ára aldri.

Sitkagreni er upprunnið á vesturströnd Norður-Ameríku og vex nálægt sjó frá Kodiakeyju í Alaska í norðri suður til norðanverðrar Kaliforníu. Sitkagreni hefur þó verið plantað víða um heim í nytjaskógrækt, einkum í Evrópu.

Nytjar

Sitkagreni er mikið notað í nytjaskógrækt fyrir framleiðslu timburs og pappírs. Viður þess er sérlega gagnlegur við gerð strengjahljóðfæra. Tréð vex hratt og er harðgert og er þess vegna vel metið í skógrækt við erfið skilyrði.

Sitkagreni á Íslandi

Sitkagreni var fyrst flutt inn frá Danmörku á árunum 1920-1930 og nokkru síðar frá Noregi. Í seinni heimstyrjöld fengust fræ frá Alaska. Í aprílhretinu 1963 þegar hitinn hrapaði úr 12 C° í -8 C° á sex klukkustundum urðu skemmdir á Alaska strandafbrigði sitkagrenis mun minni en á skyldum tegundum.

Hæstu og sverustu tré á Íslandi eru oftast tré af tegund sitkagrenis. Sumarið 2016 mældist hæsta tréð á Kirkjubæjarklaustri 27,18 metra hátt. [3]

Sitkagreni er eitt algengasta skógræktartré á Íslandi. [4]. Árið 2002 var sitkagreni valið tré ársins af Skógræktarfélagi Íslands.

license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS

Sitkagreni: Brief Summary ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Sitkagreni (fræðiheiti: Picea sitchensis) er sígrænt barrtré af þallarætt. Fullvaxið tré nær um 50-70 metra hæð (hæsta tré hefur þó náð 97 metrum) og 5 metra stofnþvermáli og er stórvaxnasta tegund grenitrjáa. Það er ein fárra tegunda sem ná yfir 90 m. hæð. Sitkagreni er langlíft og nær allt að 700 ára aldri.

Sitkagreni er upprunnið á vesturströnd Norður-Ameríku og vex nálægt sjó frá Kodiakeyju í Alaska í norðri suður til norðanverðrar Kaliforníu. Sitkagreni hefur þó verið plantað víða um heim í nytjaskógrækt, einkum í Evrópu.

license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS