Skottufura (fræðiheiti Pinus balfouriana) er hálendisfura sem er einlend í Kaliforníu, Bandaríkjunum. Tveir aðskildir hópar eru annars vegar í suður Klamath Mountains (subspecies balfouriana) og hinsvegar í suður Sierra Nevada[2] (subspecies austrina). Hún hafði einnig verið tilkynnt í suður Oregon, en það reyndist ranggreint.[3]
P. balfouriana verður 10 - 20 m há, einstaka sinnum 35 m, meða bol sem verður að 2 m í þvermál. Barrnálarnar eru 5 saman í búnti (eða stundum fjórar í suður Sierra Nevada) með hálfvaranleg barrslíður, og 2 - 4 sm langar, gljáandi dökkgrænar að utan, og hvítar að innan; þær haldast í 10–15 ár. Könglarnir eru 6–11 sm langir, dökkfjólubláir í fyrstu og verða rauðbrúnir við þroska, með mjúkum sveigjanlegum köngulskeljum með 1mm gaddi fyrir miðju.
P. balfouriana er við skógarmörk í 1950-2750 m hæð í Klamath Mountains, og 2300-3500 m hæð í Sierra Nevada.
Það er talið að P. balfouriana geti náð allt að 3000 ára aldri í Sierra Nevada, þó er hæsti staðfesti aldur 2110 years. Í Klamath-fjöllum er aldur aðeins að 1000 árum.
P. balfouriana er náskyld broddfurum, í undirættkvíslinni Balfourianae; hún hefur blandast Pinus longaeva í ræktun, en engir blendingar þekkjast í náttúrunni.
.
Skottufura (fræðiheiti Pinus balfouriana) er hálendisfura sem er einlend í Kaliforníu, Bandaríkjunum. Tveir aðskildir hópar eru annars vegar í suður Klamath Mountains (subspecies balfouriana) og hinsvegar í suður Sierra Nevada (subspecies austrina). Hún hafði einnig verið tilkynnt í suður Oregon, en það reyndist ranggreint.