dcsimg

Tarantúlur ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Tarantúlur (fræðiheiti: Theraphosidae) eru mjög stórar og oft hærðar köngulær. Flestar eru þær ekki hættulegar mönnum en samt sem áður nokkrar en aðrar það meinlausar að þær eru haldnar sem gæludýr. Í heiminum hafa yfir 900 tegundir verið greindar af Tarantúlum.

Heimkynni

Tarantúlur af ýmsum tegundum búa meðal annars í suður- og vestur hluta Bandaríkjanna, Mið-Ameríku og Suður-Ameríku. Einnig í Afríku, stórum hluta Asíu og allri Ástralíu. Í Evrópu eru nokkrar tegundir, aðalega á Spáni, Portúgal, Tyrklandi, Ítalíu og Kýpur.

Útlit

 src=
Kardýr af tegundinni Grammostola rosea.

Tarantúlur eru með mjög mörg augu en ekki er vitað hvort þær sjái með þeim öllum eða vel með þeim. Þær er oftast mjög loðnar og hárin fremur stíf. Tarantúlur eru áttfættlur eins og aðrar köngulær. Þær eru oftast svartar og rauðar eða brúnar að lit og geta verið allt upp undir 5 cm langar. Kvendýrið getur átt allt frá 50 - 2000 egg í einu og eiga þær afkvæmi bara einu sinni síðan deyja þær.

Lifnaðarhættir

Tarantúlur veiða minni dýr en þær sjálfar eins og skordýr, smávaxna froska og körtur, mýs og önnur lítil spendýr. Þær eru mjög góðar að veiða og veiða aðalega á nóttunni. Þær grafa sig fyrst í jörðina ekkert svo djúpt, síðan bíða þær eftir því að bráðin komi fyrir framan þær og stökkva á dýrið og bíta það. Þegar þær bíta þá sprauta þær eitri í leiðinni í dýrið sem þær eru að veiða. Þetta eitur er mjög hættulegt og hefur þannig áhrif að fyrst hægist á dýrinu og svo á endanum þá hætta líffærin að virka vegna þess að þetta hefur mjög sljógvandi áhrif á alla starfsemi líkamans, sérstaklega í svona litlu dýri.

Nokkrar staðreyndir um Tarantúlur

  • Kvenkyns Tarantúlur geta lifað upp í 30 ára.
  • Lengsta tarantúla sem fundist hefur mældist 25,4 cm.
  • Tarantúlur eru mjög hæglátar og bíta sjaldan mannfólk.
  • Tarantúlur framleiða silki.

Heimildir

license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS

Tarantúlur: Brief Summary ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Tarantúlur (fræðiheiti: Theraphosidae) eru mjög stórar og oft hærðar köngulær. Flestar eru þær ekki hættulegar mönnum en samt sem áður nokkrar en aðrar það meinlausar að þær eru haldnar sem gæludýr. Í heiminum hafa yfir 900 tegundir verið greindar af Tarantúlum.

license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS