dcsimg

Klettafjallageit ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Klettafjallageit (fræðiheiti: Oreamnos americanus) er spendýr af undirætt geitfjár. Náttúruleg heimkynni þeirra er í fjallendi Norður-Ameríku. Geiturnar hafa hvíta ull og bæði hafrar og huðnur hafa dökk horn. Geiturnar eru að jafna um 1 meter á herðar og vega milli 45 og 130 kg. Klettafjallageitur eru mjög fótvissar í bröttum klettum og nota lagklaufir á afturfótum til að auka fótfestuna.

license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS