dcsimg

Smárar ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Smárar er samheitið yfir tegundirnar í smáraættkvísl (Trifolium á Latínu er tres "þrír" + folium "blað"), sem samanstendur af um 300 tegundum jurta í Ertublómaætt (Fabaceae). Ættkvíslin hefur heimsútbreiðslu; mesti fjölbreitileiki hennar er í tempruðum svæðum norðurhvels, en margar tegundir finnast einnig í Suður-Ameríku og Afríku, oft á hálendi á hitabeltissvæðum. Þeir eru smávaxnir einæringar, tvíæringar, eða fjölæringar. Smárar geta verið sígrænir. Blöðin eru þrískift, sjaldar 4-, 5- eða 6-skift, og blómin eru mörg saman í stórum, egglaga eða hnöttóttum kolli; rauð, bleik, hvít eða gul. Fræin eru í belgjum, 1 til 4 í hverjum. Aðrar skyldar ættkvíslir sem einnig eru nefndar smárar eru Melilotus (Steinsmári) og Medicago (Refasmárar).

 src=
Litskrúðug blóm smára, nálægt Zarivarvatni í Íran

Ræktun

Nokkrar tegundir smára eru mikið ræktaðar sem fóðurplöntur. Þar sem smárar eru í sambýli við niturbindandi gerla eru þeir einkar æskilegir í ræktun á beitilöndum og ökrum. Eru gerlarnir einkum af ættkvíslunum Rhizobium og Bradyrhizobium.

Helstu smárar á Íslandi eru; Hvítsmári (Trifolium repens) og Rauðsmári (Trifolium pratense). Hvítsmári er vinsæll fyrir nokkra hluti; hann sprettur aftur eftir endurtekinn slátt, hann er næringarríkur fyrir búfénað, hann vex vel í mismunandi jarðvegi og bætir hann með hjálp niturbindandi baktería í rótum.

Býflugnabændur njóta góðs af smára þar sem hann er ein af betri uppsprettum blómasafa (nektar) fyrir alibýflugur.


Trifolium repens, hvítsmári, er fjölær tegund sem er algeng á vallendi og túnum á láglendi. Blómin eru hvít eða bleikleit og verða brúnleit og niðursveigð við þroska. Túnsmári (Trifolium hybridum), er fjölæringur sem var tekinn til ræktunar snemma á 19 öld og hefur ílenst víða um heim. Blómin eru hvít eða rauðleit. (Trifolium medium), Skógarsmári, er skriðull fjölæringur með hlykkjóttum stönglum og rauðleitum blómum. Það er verið að kanna möguleika á kynblöndun hans og rauðsmára (T. pratense) til að mynda langlífa ræktunarjurt.[3]



Valdar tegundir

Ættkvíslin Trifolium hefur nú 245 viðurkenndar tegundir:[1]

Sjá einnig


Tilvísanir

  1. 1,0 1,1 „Species Nomenclature in GRIN“. Sótt 4. ágúst 2010.
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 2,4 2,5 „Genus Nomenclature in GRIN“. Sótt 9. júlí 2010.
  3. Isobe, S.; Sawai, A.; Yamaguchi, H.; Gau, M.; Uchiyama, K. (2002). „Breeding potential of the backcross progenies of a hybrid between Trifolium medium × T. pratense to T. pratense“. Canadian Journal of Plant Science. 82 (2): 395–399. doi:10.4141/P01-034.
  4. „Detox and Cleansing“. Afrit from the original on March 12, 2016. Sótt March 12, 2016.


license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS

Smárar: Brief Summary ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Smárar er samheitið yfir tegundirnar í smáraættkvísl (Trifolium á Latínu er tres "þrír" + folium "blað"), sem samanstendur af um 300 tegundum jurta í Ertublómaætt (Fabaceae). Ættkvíslin hefur heimsútbreiðslu; mesti fjölbreitileiki hennar er í tempruðum svæðum norðurhvels, en margar tegundir finnast einnig í Suður-Ameríku og Afríku, oft á hálendi á hitabeltissvæðum. Þeir eru smávaxnir einæringar, tvíæringar, eða fjölæringar. Smárar geta verið sígrænir. Blöðin eru þrískift, sjaldar 4-, 5- eða 6-skift, og blómin eru mörg saman í stórum, egglaga eða hnöttóttum kolli; rauð, bleik, hvít eða gul. Fræin eru í belgjum, 1 til 4 í hverjum. Aðrar skyldar ættkvíslir sem einnig eru nefndar smárar eru Melilotus (Steinsmári) og Medicago (Refasmárar).

 src= Litskrúðug blóm smára, nálægt Zarivarvatni í Íran
license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS