Fjallagambri (fræðiheiti: Racomitrium microcarpum, einnig stundum ritað Racomitrium microcarpon[2]) er baukmosi af Skeggmosaætt. Hann er algengur í Skandinavíu en sjaldgæfur á Íslandi.
Fjallagambri er 2-5 cm hár, grænn, gul- eða gráleitur efst en brúnni eða svartur neðan til. Stöngullinn er oft fjaðurgreindur þar sem hliðargreinar eru stuttar.[3]
Blöðin eru aðlæg stönglinum þegar þau eru þurr en breiða úr sér þegar þau eru rök. Blöðin eru lensulaga 1,5-2,5 mm að lengd. Á blaðinu er tenntur og litlaus hároddur sem stingst 0,2-0,6 fram fyrir blaðendann en teygir sig ekki niður með blaðröndinni. Blaðkan og blaðrönd eru eitt frumulag að þykkt.[3]
Plöntur fjallagambra eru einkynja og hafa þær ekki fundist með gróhirslum á Íslandi.[3]
Fjallagambri vex á snjódældasvæðum, bæði á steinum og á jarðvegi. Hann myndar oft þéttar breiður.[3] Hann er sjaldgæfur á Íslandi[4] en finnst til dæmis við Laka,[4] á Grænafjallgarði[4] og innan við fyrirhuguð virkjanalón í Tungnaá[5] og á fyrirhuguðu virkjanasvæði Hvalárvirkjunar á Ófeigsfjarðarheiði.[6]
Fjallagambri (fræðiheiti: Racomitrium microcarpum, einnig stundum ritað Racomitrium microcarpon) er baukmosi af Skeggmosaætt. Hann er algengur í Skandinavíu en sjaldgæfur á Íslandi.