dcsimg

Fraxinus lanuginosa ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Fraxinus lanuginosajapönsku: アオダモ aodamo) er tegund asktrjáa ættuð frá Japan og Prímorje svæðinu í austur Rússlandi.[1][2]

Lýsing

Fraxinus lanuginosa er meðalstórt lauffellandi tré, að 10 til 15 m hátt, með stofn að 50 sm í þvermál. Börkurinn er sléttur, dökk grár. Brumin eru föl brún-bleik til grá-brún, þétthærð. Blöðin eru gagnstæð, fjaðurskift, 10 – 15 sm löng, með 3-7 smáblöðum. Blómin eru í gisnum klasa og koma eftir að blöðin eru útsprungin síðla vors, hvert blóm með fjórum grönnum krónublöðum 5 – 7 mm löng; þau eru frjóvguð af skordýrum. Fræin eru vængjuð, 2–4 sm löng og 3–5 mm breið, rauðleit, og verða brún við þroska.[3][4][5][6][7]

F. lanuginosa frá mið-Hokkaidō, í norður Japan, geta verið ýmist tvíkynja eða einkynja og eru að öllu öðru leyti eins og aðrir einstaklingar af tegundinni.[8] Hann er náskyldur Fraxinus ornus frá Evrópu og suðvestur Asíu, með svipaða blómgerð.[7]

Búsvæði

Í heimkynnum sínum vex hann í svölum og rökum skógum á gljúpum, ferskum til rökum jarðvegi á sólríkum til lítið skyggðum stöðum. Hann er viðkvæmur fyrir frostum og miklu kalki í jarðvegi.

Ræktun og nytjar

Viðurinn er notaður í hafnarboltakylfur[9] og rafmagnsgítara.[10]

Tilvísanir

  1. Kew World Checklist of Selected Plant Families, Fraxinus lanuginosa
  2. Gen'ichi Koidzumi. 1926. Botanical Magazine Tokyo 40: 342
  3. This article includes text translated from the Japanese Wikipedia article アオダモ
  4. Aodamo web: Fraxinus lanuginosa (in Japanese; google translation)
  5. Japan Trees Guide: Fraxinus lanuginosa (in Japanese; google translation)
  6. Hakuba Village: Fraxinus lanuginosa (in Japanese; google translation)
  7. 7,0 7,1 Bean, W. J. (1978). Trees and Shrubs Hardy in the British Isles 8th ed., vol. 2. John Murray ISBN 0-7195-2256-0 .
  8. Kiyoshi Ishida & Tsutom Hiura (1998). Guest Pollen Fertility and Flowering Phenology in an Androdioecious Tree, Fraxinus lanuginosa (Oleaceae), in Hokkaido, Japan. International Journal of Plant Sciences 159: 941–947.
  9. Muto Goichi, Koizumi Akio, Hirai Takuro (2005) Mechanical characteristics of aodamo (Fraxinus lanuginosa) as baseball bats. Nihon Kikai Gakkai Sekkei Kogaku, Shisutemu Bumon Koenkai Koen Ronbunshu 15 304-05 [1]
  10. [2]

Ytri tenglar

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
Wikilífverur eru með efni sem tengist
 src= Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS

Fraxinus lanuginosa: Brief Summary ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Fraxinus lanuginosa (á japönsku: アオダモ aodamo) er tegund asktrjáa ættuð frá Japan og Prímorje svæðinu í austur Rússlandi.

license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS