Dofruætt[1] (latína: Schaereriaceae) er lítil ætt fléttna sem inniheldur aðeins sex tegundir í einni ættkvísl.[2] Tvær tegundir af dofruætt lifa á Íslandi, krónudofra og tíguldofra.[1]
Tegundir af dofruætt eiga það sameiginlegt að vera hrúðurfléttur sem lifa á grjóti, hafa svart forþal og svartar askhirslur þar sem askgróin eru glær, einhólfa og hnöttótt eða sporbaugótt.[1]
Dofruætt (latína: Schaereriaceae) er lítil ætt fléttna sem inniheldur aðeins sex tegundir í einni ættkvísl. Tvær tegundir af dofruætt lifa á Íslandi, krónudofra og tíguldofra.
Tegundir af dofruætt eiga það sameiginlegt að vera hrúðurfléttur sem lifa á grjóti, hafa svart forþal og svartar askhirslur þar sem askgróin eru glær, einhólfa og hnöttótt eða sporbaugótt.