Cathaya er ættkvísl í þallarætt, Pinaceae, með aðeins eina núlifandi tegund, Cathaya argyrophylla.[2] Cathaya er í undirættinni Laricoideae, ásamt Pseudotsuga og Larix. Önnur tegund, C. nanchuanensis, er nú talin samnefni ,[3] þar sem hún er að engu leyti frábrugðin C. argyrophylla í útliti.
Einn eða tveir grasafræðingar sem voru ósáttir við nýja ættkvísl í svo velþekktri ætt reyndu að troða henni í eldri ættkvíslir, sem Pseudotsuga argyrophylla og Tsuga argyrophylla.[4] Hún er hinsvegar fjarskyld þeim ættkvíslum, og þessi nöfn ekki notuð.
Steingervingum af Cathaya sp. hefur verið lýst frá fyrri hluta Pleistósen í suðurhluta Portúgal.[5] Þeir eru algengir í evrópskum brúnkolalögum frá milli 10–30 milljón árum.
Cathaya er ættkvísl í þallarætt, Pinaceae, með aðeins eina núlifandi tegund, Cathaya argyrophylla. Cathaya er í undirættinni Laricoideae, ásamt Pseudotsuga og Larix. Önnur tegund, C. nanchuanensis, er nú talin samnefni , þar sem hún er að engu leyti frábrugðin C. argyrophylla í útliti.
Einn eða tveir grasafræðingar sem voru ósáttir við nýja ættkvísl í svo velþekktri ætt reyndu að troða henni í eldri ættkvíslir, sem Pseudotsuga argyrophylla og Tsuga argyrophylla. Hún er hinsvegar fjarskyld þeim ættkvíslum, og þessi nöfn ekki notuð.