Toppskarfur (fræðiheiti: Phalacrocorax aristotelis) er sjófugl af ætt skarfa.
Hann verpir á sjávarklettum í Vestur- og Suður-Evrópu, Suðvestur-Asíu og Norður-Afríku. Hann hefur oftast vetursetu á svipuðum slóðum og hann verpir, nema þeir fuglar sem verpa allra nyrst. Við Ísland er ein mesta skarfabyggðin við Breiðafjörð en þar voru taldir árið 1975 um 6.600 hreiður og er það einnig aðal varpsvæði hanns. Á veturnar er hann aftur á móti við ströndina um allt vesturland, frá Vestmannaeyjum og Faxaflóann og allt norður fyrir Vestfirði, á Ströndum inn á Húnaflóa.
Toppskarfurinn er meðalstór svartur, grannur og langur sjófugl, um 68 - 78 sentimetra langur með 95 – 110 sentimetra vænghaf. Honum er oft ruglað saman við Dílaskarf en þótt hann sé líkur honum er hann nokkru minni en Dílaskarfurinn.
Á varptímanum er hann alsvartur með grænleitri slikju en hún er tilkomin vegna dökkra fjaðrajaðra og virðist hann fyrir vikið vera hálf hreistraður að ofan. Fullorðnir fuglar hafa einkennandi uppsveigðar fjaðrir á höfðinu frá því eftir áramótin og fram á vor. Ungfuglarnir eru aftur á móti dökkbrúnir með ljósan framháls.
Toppskarfar halda hópinn og verpa í byggðum og þá helst á lágum eyjum og hólmum en einnig stundum á lágum klettum og í fuglabjörgum. Hreiðrið er einfaldur hraukur úr þangi og fóðrað með fjöðrum og grasi. Eggin eru frá einu til sex og liggur hann á í 30 til 31 dag.
Toppskarfur heldur sig við ströndina og sést sjaldan inn í landi. Hann er einn besti kafari meðal skarfa og getur kafað 45 metra eða meira. Fæða hans kemur frá sjávarbotni og aðalfæða þeirra er sandsíli. Toppskarfurinn rennblotnar svo við köfunina að hann þarf að þurrka sig og sjást þeir oft með útbreidda vængina í sólbaði eða að blaka þeim. Er oft sagt að þá sé hann að „messa“. Eins og með marga fugla sem sérhæfa sig í köfun er hann er frekar klaufskur við að taka sig á loft. Hann er nokkuð veiddur og hefur því fækkað aðeins fyrir vikið.
Toppskarfur (fræðiheiti: Phalacrocorax aristotelis) er sjófugl af ætt skarfa.