dcsimg

Kjaftagelgjur ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Kjaftagelgjur (fræðiheiti: Lophiiformes) eru ættbálkur mestmegnis djúpsjávarfiska, þótt sumar ættir, eins og t.d. froskfiskar, lifi aðeins á grunnsævi.

Einkenni á kjaftagelgjum er sú veiðiaðferð sem þær beita og felst í því að fyrsti geislinn í bakugga fiskanna hefur breyst í langan sprota sem stendur uppúr höfði fisksins milli augnanna og er með þykkan sepa á endanum sem fiskurinn hreyfir til eins og agn til að laða bráðina að. Þar sem flestar tegundir kjaftagelgja lifa í undirdjúpunum þar sem sólarljósið nær ekki að veita birtu er agnið lýst upp með lífljómun frá bakteríum sem lifa í samlífi með fisknum.

Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist
 src= Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS