dcsimg

Furusveppur ( Icelandic )

provided by wikipedia IS

Furusveppur (fræðiheiti: Suillus luteus) er ætisveppur sem lifir oftast í samlífi (myndar svepparót) með furu. Hann finnst um allt norðurhvel jarðar. Hann verður 12 sm í þvermál með appelsínugulan eða brúnan hatt sem getur orðið mjög slímugur í raka. Hatturinn er hvolflaga á ungum sveppum og himna þekur pípulagið milli hatts og stafs en síðan verður hatturinn flatur og himnan myndar kraga á stafnum. Pípulagið er gult en verður gulbrúnt með aldrinum. Holdið er gult og af því er áberandi sítrónulykt. Stafurinn er stuttur og breiður. Við matreiðslu er húðin oft dregin af hattinum þar sem slímið á henni getur valdið meltingartruflunum.

 src= Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
license
cc-by-sa-3.0
copyright
Höfundar og ritstjórar Wikipedia
original
visit source
partner site
wikipedia IS